Fundargerð 1. fundar félags filmuljósmyndara á Íslandi. 25. október 2014 á kaffistofu Listasafns Íslands.
Mættir Sigurður J. Haraldsson, Nils Schwarzkopf, David Barreiro, Kristina Petrosituté, Laura Valentino, Gunnar Marel Hinriksson, Simone de Greef.
Dagskrá
1. Samsýning félagsins
2. SÍM, hvað er að frétta
3. Önnur úrræði með húsnæði
4. Önnur mál
1.
Félagið íslensk grafík hefur boðið sýningarsal á 45.000 um miðjan nóvember í tvær vikur. Samþykkt að stefna að sýningu og auglýsa meðal félagsmanna, opið er fyrir skráningu til 1. nóvember ásamt hugmyndum um hvað þau vilja sýna. Hámarksfjöldi þátttakenda 20 manns. Samþykkt að skipa nefnd til að yfirfara myndir sem lagðar eru fram til sýningarinnar.
2.
Farið yfir stöðu mála varðandi leiguna á myrkraherberginu í SÍM.
3.
Rætt um möguleikann á því að leigja af Reykjavíkurborg. Gunnar og David tala við borgina.
4.
Engin önnur mál. Myndavélar skoðaðar.
Fundi slitið kl. 15:20.
GMH fundarritari